Fjórir slasaðir eftir árekstur í Ölfusinu

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Umferðarslys varð á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar um klukkan hálf níu í morgun þar sem tvær bifreiðar lentu í árekstri.

Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Fossvogi og þrír aðrir hlutu einhver meiðsl.

Fjölmennt lið sjúkraflutningamanna og lögreglu ásamt tækjabíl frá Brunavörnum Árnessýslu í Hveragerði var kallað á slysstað.

Viðbragðsaðilar eru enn að vinna á vettvangi og eru vegfarendur beðnir að taka tillit til þess. Umferð er hleypt fram hjá slysstaðnum eins og hægt er.

Fyrri greinJón Daði bauð liðsfélögum sínum sviðasultu
Næsta greinSamstöðufundur á Selfossi