Fjórir ökumenn undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði fjóra ökumenn í síðustu viku sem grunaðir eru um að hafa ekið bifreiðum sínum undir áhrifum fíkniefna.

Reyndar er kannski ekki rétt að tala um „bifreiðum sínum“ því einn þessara ökumanna er grunaður um að hafa tekið bifreiðina traustataki í Reykjavík við upphaf ferðar sinnar austur fyrir fjall. Í þeirri bifreið fundust munir sem enn er verið að finna eigendur að en ökumaðurinn gat litla grein gert fyrir tilveru þeirra í bílnum.

Einn þessara fjögurra ökumanna er grunaður um að hafa einnig verið undir áhrifum áfengis við akstur bifreiðar sinnar þegar hann var stöðvaður.

Fyrri greinFélagsstarf fellur niður á Níunni 
Næsta greinSindri Freyr íþróttamaður Rangárþings ytra 2019