-9.4 C
Selfoss
Fimmtudagur 9. febrúar 2023
Heim Fréttir Fjórir með illa frágenginn farm

Fjórir með illa frágenginn farm

Lögreglan á Mýrdalssandi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Jóhanna S. Hannesdóttir

Lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af ökumönnum fjögurra ökutækja í liðinni viku vegna ófullnægjandi frágangs á farmi.

Einn var að flytja túnþökur í rúllum. Brík var til varnar framskriði en ekkert studdi við til hliðanna. Annar var með þrjár lausar heyrúllur á kerru. Þriðji flutti malarfarm á palli án þess að hafa vör til að loka honum og sáldraðist möl yfir veginn.

Tilkynnt var um þann fjórða en ökumaður bifreiðar sem hann mætti kvaðst hafa fengið grjót á bifreið sína þó svo tjón væri óverulegt og íllmögulegt að sýna fram á það þar sem bíllinn væri þegar með sína sögu um grjótbarning. Vörubifreiðin var stöðvuð á Vesturlandsvegi og rætt við ökumann hennar.

Fyrri greinLögreglumaðurinn sem fór í hundana
Næsta greinDeiliskipulag fyrir Kerið samþykkt