Þrír látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir slys við Núpsvötn

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Neyðarlínunni barst kl. 9:42 í morgun tilkynning um að bifreið hafi verið ekið út af brúnni yfir Núpsvötn, í gegn um vegriðið og niður á áraurana þar fyrir neðan.

Björgunarlið er komið á vettvang frá nálægum þéttbýliskjörnum og fleiri eru að lenda á vettvangi, meðal annars tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi voru sjö manns í bifreiðinni og af þeim eru þrír látnir. Hinir fjórir eru alvarlega slasaðir.

Stjórnstöð almannavarna á Suðurlandi hefur verið virkjuð í Björgunarmiðstöðinni við Árveg á Selfossi.

Suðurlandsvegur er lokaður um Skeiðarársand og ljóst að svo verður eitthvað fram eftir degi vegna vinnu við björgun og rannsókn vettvangs.  Engin hjáleið er í boði framhjá vettvangi.

Fréttin var uppfærð kl. 12:26. Í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér fyrr í morgun kemur fram að fjórir hafi látist í slysinu. Það hefur nú verið leiðrétt en samkvæmt nýjum upplýsingum frá lögreglu eru þrír látnir.

Fyrri greinÁrborg skoðar sölu á tæplega helmingshlut í fráveitunni
Næsta greinBúið að opna veginn aftur