Fjórir karlar starfa á Álfheimum

Frá því 17. mars síðastliðinn eru fjórir karlkennarar starfandi við leikskólann Álfheima á Selfossi. Aldrei áður hafa svo margir karlmenn verið starfandi við leikskólann samtímis.

Á heimaíðu Árborgar segir að það styrki starfsmannahópinn að hafa starfsfólk af báðum kynjum og auki víðsýni. Starfsandinn verði svolítið öðruvísi en flestar starfsgreinar þurfi nauðsynlega á báðum kynjum að halda.

Starfsmannahópur Álfheima kemur víðs vegar af landinu og einnig frá öðrum löndum, svo sem frá Póllandi og Filippseyjum. Þessi fjölbreytni auðgar allt starf leikskólans og lífgar upp á hvern dag.