Fjórir íbúafundir í dag

Átta íbúafundir verða haldnir næstu daga vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Fjórir fundir eru í dag.

Kl. 10:30 er fundur í Gunnarshólma í Landeyjum og kl. 14:00 á Heimalandi undir Eyjafjöllum. Kl. 17:00 er fundur í Leikskálum í Vík í Mýrdal og kl. 20:30 í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri.

Á fundunum verða yfirvöld og almannavarnanefnd í héraði, ásamt dýralækni, veðurfræðingi, jarðvísindamanni og fleiri sérfræðingum og fulltrúum stofnana sem koma að málum.

Fyrri greinEldur við Félagslund
Næsta greinForsala hafin á konukvöldið