Fjórir gistu fangageymslu á Selfossi

Mikill erill var hjá lögreglu á Suðurlandi síðastliðna nótt vegna verkefna og aðstoðarbeiðna. Skemmtanahald fór þó víðast vel fram en nokkur afskipti voru höfð af einstaklingum vegna ölvunar.

Fjórir gistu fangageymslu á Selfossi vegna ölvunartengdra mála. Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur og einn vegna ölvunar við aksturs.

Lögregla mun verða með öflugt og sýnilegt eftirlit um allt Suðurland og hvetur fólk til að fara með gát í umferð og skemmtanahaldi.