Fjórir fluttir á sjúkrahús

Fjórir voru fluttir með minniháttar meiðsli til skoðunar á HSu á Selfossi eftir harðan árekstur á Biskupstungnabraut við Kjóastaði eftir hádegi í dag.

Annar bílanna hafnaði ofan í skurði utan vegar en báðir eru bílarnir mikið skemmdir og a.m.k. annar þeirra ónýtur.

Lögreglan á Selfossi rannsakar tildrög slyssins.