Fjórir fengu umhverfisverðlaun

Atvinnu- og umhverfisnefnd Flóahrepps tilnefndi fjóra aðila til umhverfisverðlauna í ár og voru verðlaunin afhent í Þingborg síðastliðinn laugardag.

Einar Haraldsson og Lilja Böðvarsdóttir á Urriðafossi, og Kristján Gestsson og Anna Guðbergsdóttir í Forsæti 4 fengu viðurkenningu fyrir snyrtilegt lögbýli.

Jónanna María Sigurjónsdóttir og Þorvaldur Sveinsson fengu viðurkenningu fyrir fallegan og vel hirtan garð á Kjartansstöðum.

Þá fengu Olil Amble og Bergur Jónsson viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi við fyrirtæki þeirra í Syðri Gegnishólum.

Ingunn Jónsdóttir, formaður Atvinnu- og umhverfisnefndar Flóahrepps, afhenti viðurkenningarskjöl og verðlaunagripi. Verðlaunagripirnir voru unnir af Fanndísi Huld Valdemarsdóttur á Brúnastöðum auk þess sem skilti hafa verið sett upp við heimreiðar bæjanna.

Fyrri greinLenti á hvolfi úti í skurði
Næsta greinFærsla yleiningaverksmiðjunnar frá Reykholti til skoðunar