Fjórir fengu styrki frá Hljómlistarfélaginu

Fjórir tónlistarmenn fengu styrki frá Hljómlistarfélagi Hveragerðis á Styrktarhátíð félagsins sem haldin var í Hótel Örk í dag.

Þeir sem fengu styrk voru þau Guðjón Óskar Kristjánsson, Jóhanna Rut Ingvarsdóttir, Víðir Myrmann og Stefán Ingimar Þórhallsson. Styrkirnir voru hugsaðir til þess að styðja við bakið á tónlistarfólki sem er að reyna að koma undir sig fótunum í tónlistinni.

Þetta var í fimmta skiptið sem hátíð sem þessi er haldin og er hún alltaf haldin á Bóndadaginn.

Fyrir jól styrkti félagið þær Viktoríu Sif Kristinsdóttur, Thelmu Dís Friðriksdóttur og Viktoríu Sól Jónsdóttur, sem allar glíma við erfið veikindi, með ágóðanum af sölu jólalags sem það gaf út í desember.

Eftir að formenn félagsins höfðu veitt styrkina söng sönghópurinn Hverafuglar nokkur lög fyrir gesti.

Fyrri greinRáðherra opnaði myndasetur.is
Næsta greinHamar náði ekki að stríða Valskonum