Fjórir bræður í Karlakór Hreppamanna

Karlakór Hreppamanna er skipaður söngmönnum héðan og þaðan úr Árnessýslu, þótt langflestir séu úr uppsveitunum. Sérstaka athygli vekur þó að sjá þar fjóra syngjandi bræður með sterkan ættarsvip.

Bræðurnir fjórir eru ættaðir frá Kjóastöðum í Biskupstungum og eru hluti af landsfrægum sextán manna systkinahópi.

Bræðurnir eru svo auðvitað þekktir fyrir góðan söng en þeir hafa flestir verið í kórnum frá stofnum hans, vorið 2007.

Þetta eru þeir, talið frá vinstri, Ólafur, sem býr í Reykholti í Biskupstungum, Eyvindur Magnús á Kjóastöðum, þá Þorvaldur á Syðra-Seli í Hrunamannahreppi og lok Egill, bóndi á Hjarðarlandi í Biskupstungum. Þeir eru Jónassynir.

Fyrri greinÞór gaf eftir í lokin
Næsta greinMetmæting á upplestrarkvöld