Fjórhjóli og verkfærum stolið í Flóahreppi

Hjólið sem stolið var einhvern tímann síðustu daga. Ljósmynd/Aðsend

Fjórhjóli, verkfærum og fleiri lausamunum var stolið af sveitabæ í Flóahreppi einhvern tímann á bilinu 10.-13. maí.

Þjófnaðurinn átti sér stað einhvern tímann frá síðastliðnum sunnudegi til dagsins í gær.

Lögreglan á Suðurlandi hvetur þá sem verða varir við fjórhjólið eða hafa upplýsingar um málið til þess að hafa samband við lögreglu í síma 444 2000 eða í tölvupósti á sudurland@logreglan.is.

Fyrri greinJakob Veigar opnar einkasýningu í Gallerí Fold
Næsta greinGuðlaug ráðin garðyrkjustjóri