Fjórhjólaslys við Geysi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú að sinna fjórhjólaslysi sem varð við Geysi í Haukadal á ellefta tímanum í morgun.

Einn var fluttur slasaður af vettvangi en lögreglan á Suðurlandi veitir ekki nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu.

UPPFÆRT KL. 16:30: Ökumaður fjórhjólsins, rúmlega sjötugur karlmaður, virðist hafa misst stjórn á því með þeim afleiðingum að það valt. Hann var fluttur með sjúkrabifreið til móts við þyrlu sem tók við manninum í Reykholti og flutti hann á Landspítalann í Fossvogi.
Fyrri greinÞyrla sótti veika konu á Núpsheiði
Næsta greinHugguleg kvöldstund í Þorlákshöfn