Fjórhjólamaður slasaðist á Búrfelli

Maður slasaðist á öxl þegar hann var á ferð á fjórhjóli efst á Búrfelli í Þjórsárdal á ellefta tímanum í morgun. Björgunarsveitir af Suðurlandi voru kallaðar til aðstoðar sem og sjúkraflutningalið frá Selfossi.

Sjúkraflutningamenn fóru með björgunarsveitinni Eyvindi á Flúðum á slysstað þar sem hlúð var að manninum og honum komið í björgunarsveitabíl sem flutti hann í sjúkrabíl sem beið niðri á vegi.

Fyrri greinUpplýsingaskilti um náttúru og öryggismál
Næsta greinSelfoss fékk Fylki í undanúrslitum