Fjórhjól valt í Skaftárdal

Lögreglan í Vík. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þrettán umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku, þar af voru fimm í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Síðastliðinn sunnudag féll ökumaður af hjóli sínu á vegakafla austan Péturseyjar þar sem unnið er að vegagerð. Hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar og var grunur um að hann væri fótbrotinn.

Sama dag fóru viðbragðsaðilar í Skaftárdal þar sem maður slasaðist þegar fjórhjól sem hann ók valt. Hann fluttur til aðhlynningar á sjúkrastofnun en upplýsingar um meiðsl hans liggja ekki fyrir.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Fyrri greinStokkseyringar töpuðu í Borgarnesi
Næsta greinMarkmiðið að bæta stýringu og vernda náttúru svæðisins