Fjórhjól hafnaði ofan í gili

Síðastliðinn laugardag barst hálendiseftirliti lögreglunnar tilkynning um fjórhjól sem féll ofan í gil við Álftavatn á Fjallabaki syðra.

Hálendisvakt Landsbjargar var skammt frá og fór á staðinn til að huga að ástandi þeirra sem voru á fjórhjólinu. Í ljós kom að enginn slasaðist en fjórhjólið skemmtist eitthvað.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að lögreglumenn í hálendiseftirliti komu að 28 verkefnum í síðustu viku. Stærsta verkefnið var banaslys í Sveinsgili þar sem franskur göngumaður féll í á.

Á láglendinu var 61 ökumaður kærður fyrir hraðakstur, auk þess sem fjórir voru teknir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og fjórir fyrir ölvunarakstur.

Fyrri greinFótbrotin ferðakona og handleggsbrotinn hlaupari
Næsta greinPrófkjör Sjálfstæðisflokksins í september