Fjórar milljónir króna í sektir

Alls voru 93 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Álagðar sektir þeirra nema rúmlega fjórum milljónum.

Einn var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur og tveir voru stöðvaðir grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna við akstur bifreiða sinna.

Annars hafði lögreglan í nógu að snúast í liðinni viku, enda fjöldi ferðafólks í umdæminu. Meðal annars var tveimur sumarhúsum var fylgt frá byggingarstað að endanlegri staðsetningu og bætast þau í sumarbústaðaflóru umdæmisins sem líklega telur um eða yfir 10.000 sumarbústaði.

Fyrri greinFalsaðar evrur á Laugarvatni
Næsta greinSumar á Selfossi í samstarf við Ölgerðina