Fjórar bílveltur á rúmum klukkutíma

Fjór­ar bíl­velt­ur urðu með skömmu millibili í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Suður­landi í dag. Er­lend­ir ferðamenn voru í þrem­ur bíl­anna sem ultu.

Fyrst varð bíl­velta við Fjalls­ár­lón um kl. 11:15. Er­lend­ir ferðamenn voru í bíln­um og hlutu þeir minni hátt­ar meiðsli.

Laust fyr­ir klukk­an 12 varð önn­ur bíl­velta við af­leggj­ar­ann að Hót­el Rangá. Íslend­ing­ur var þar á ferðinni og var hann flutt­ur á brott með sjúkra­bif­reið. Lög­regl­an veit ekki um meiðsli hans að svo stöddu.

Til­kynnt var um þriðju bíl­velt­una á Þing­vall­ar­vegi við Öxará klukk­an 12.30. Ítalsk­ur ferðamaður var í bíln­um en hann slasaðist ekki. Um fimm mín­út­um síðar var til­kynnt um bíl­veltu við Skafta­fell. Er­lend­ir ferðamenn voru í bíln­um.

Þrír voru einnig tekn­ir fyr­ir of hraðan akst­ur af lög­regl­unni á Suður­landi í dag. Sá sem fór hæg­ast ók á 116 km hraða á klukku­stund en sá sem ók hraðast var á 125 km hraða á klukku­stund. Allt voru þetta er­lend­ir ferðamenn og voru þeir stöðvaðir í ná­grenni við Vík í Mýr­dal.

Morgunblaðið greinir frá þessu

Fyrri greinJólamarkaður VISS opnar á föstudag
Næsta greinRáðstefnugestir Erasmus+ fengu kynningu á skólamálum