Fjör í frjálsíþróttamessu

Hástökk án atrennu var æft við altari Selfosskirkju í morgun – líklega í fyrsta skipti – en þá var haldin stórskemmtileg frjálsíþróttamessa í samvinnu Selfosskirkju og frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss.

Fjöldi ungra iðkenda lék listir sínar og sýndi fjölbreyttar æfingar. Þannig var hlaupið grindahlaup eftir kirkjugólfinu, stokkið langstökk og æfðar drillur og sýndar krakkafrjálsar, svo eitthvað sé nefnt.

Yfirþjálfari deildarinnar og tveir ungir iðkendur fluttu erindi og að sjálfsögðu voru sungnir sumarsálmar.

Í lok messunnar var bænablöðrum sleppt út í sumarið og boðið upp á grillaðar pylsur í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Fyrri greinBjarni fjallar um Mörð og Njálu
Næsta greinBronsverðlaunahafar heiðraðir