Fjör á fornbílamóti

Það var frábær stemmning og fjölmenni í dag á árlegri bílasýningu fornbílaeigenda á Landsmóti Fornbílaklúbbs Íslands sem haldið er á Selfossi um helgina.

Mótið var sett á Gesthúsasvæðinu í gærkvöldi en í dag fór fram bílasýning þar sem hátt í tvöhundruð gljáfægðir vagnar 25 ára og eldri voru til sýnis í veðurblíðunni á Selfossi.

Á sunnudag verða bílaleikir eftir hádegi á svæðinu en mótinu lýkur með hópakstri síðdegis.

Fyrri greinÆgir náði í stig í Hornafirði – KFR steinlá
Næsta greinGilitrutt á Suðurlandi í dag og á morgun