Fjórða útkallið í Reykjadal

Skömmu eftir klukkan 17 á laugardag barst hjálparbeiðni vegna tvítugrar stúlku sem brenndist á báðum fótum eftir að hafa stigið í hver í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði.

Björgunarsveitir voru kallaðar út til að koma stúlkunni til byggða þar sem sjúkraflutningamenn tóku við og óku henni á sjúkrahús.

Þetta er fjórða skiptið frá áramótum sem björgunarsveitirnar eru kallaðar út til þess að sækja slasað fólk í Reykjadal.