Fjölskylduhátíð í Skógum um verslunarmannahelgina

Yfirlitsmynd af hátíðarsvæðinu við Skógaskóla. Ljósmynd/Aðsend

Skógar 22, fjölskylduhátíð SÁÁ, verður haldin í Skógum undir Eyjafjöllum um verslunarmannahelgina. Hátíðarsvæðið er við Skógaskóla í einstaklega fallegu og skjólsælu umhverfi.

Fjölskylduhátíð SÁÁ er fyrir alla aldurshópa og verður fjölbreytt dagskrá í boði. Þar á meðal má nefna hljómsveit, skemmtiatriði, töframann, brekkusöng, paintball, hoppukastala, sápubolta, ratleik, jóga, sjálfsvinnu, listasmiðju og margt fleira.

Stutt er í fjölbreytta útiveru í næsta nágrenni. Þar á meðal má nefna lengri sem skemmri gönguleiðir; Skógafoss, Paradísarhelli, Seljalandsfoss, Seljavallalaug og Kvernugil. Örskammt frá er Byggðasafnið í Skógum.

Fyrsta flokks aðstaða er á hátíðarsvæðinu fyrir ferðavagna jafnt sem tjöld. Rafmagn er í boði fyrir ferðavagna. Í Skógaskóla er hægt að fá gistingu í Hótel Kverna. Forsala á hátíðina er hafin á tix.is og hjá SÁÁ í Efstaleiti 7 og er miðaverð lægra ef miðinn er keyptur fyrir 15. júlí.

Fyrri greinSunnlendingar kepptu á Landsmóti 50+
Næsta greinOpnað fyrir skráningu á Unglingalandsmótið