Fjölskylduhátíðin á Úlfljótsvatni um verslunarmanna-helgina

Eins og fyrri ár verður Fjölskylduhátíðin á Úlfljótsvatni haldin um verslunarmannahelgina. Allar fjölskyldur eru velkomnar á hátíðina en Úlfljótsvatn er rekið af Skátahreyfingunni.

Í boði er fjölbreytt dagskrá þar sem áhersla er lögð á að unga fólkið skemmti sér vel.

Til dæmis verða bátar, varðeldar, bogfimi, Leikhópurinn Lotta, klifur, bananaleikur, flekagerð, frisbígolf, fótboltagolf, hoppukastalar og margt fleira.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Úlfljótsvatns