Fjölskyldudagskrá í Úthlíð um helgina

Tjaldstæðið í Úthlíð.

Það verður nóg um að vera í Úthlíð í Biskupstungum um verslunarmannahelgina. Réttin og golfvöllurinn verða opin alla helgina.

Á laugardagsmorgun verður Guðný Jóna Þórsdóttir, Zumbakennari og bústaðareigandi, með Zumba á flötinni fyrir ofan Réttina ef veður leyfir. Happy hour verður í Réttinni að dansi loknum.

Eftir hádegi á laugardag verður krakkabingó og stuð í Réttinni með skemmtilegum vinningum og á laugardagskvöldið mætir Hlynur Snær með gítarinn og stýrir brekkusöng þar sem búast má við óvæntum uppákomum. Hlynur og félagar verða svo með fjör og dans og fjöldasöng í Réttinni eftir brekkusönginn og er frítt inn þar.

Í Úthlíð er hestaleiga fyrir vana sem óvana og tilvalið að skella sér í útreiðartúr. Þá er golfvöllurinn í góðu standi og mikið notaður af gestum og gangandi.

Fyrri greinU17 í 5. sæti á Ólympíumótinu
Næsta greinMinningareitur um Ólaf Hákon vígður