Fjölskyldan skemmti sér saman

Hátíðin Vor í Árborg hefst í Árborg á uppstigningardag. Þetta er í áttunda sinn sem hún er haldin.

Undirbúningur hefur verið í höndum Andrésar Sigurvinssonar verkefnisstjóra og Braga Bjarnasonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa hjá sveitarfélaginu.

„Að þessu sinni er höfuðáherslan lögð á samveru fjölskyldunnar, fjölbreytt skemmtiefni þar sem kennir margra grasa,“ segir Andrés, sem er að stýra sinni fjórðu hátíð í röð.

„Það sem mér finnst standa upp úr er þátttaka barna og ungmenna í hátíðinni, sölu- og markaðstjald sem staðsett verður við Tryggvaskála þar sem margir verða með kynningar og uppákomur og ekki má gleyma söfnunum.