Fjölmenni við skólavígslu

Nýbygging Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri á Stokkseyri var vígð í dag að viðstöddu fjölmenni.

Nemendur, starfsmenn, foreldrar og íbúar á Stokkseyri létu sig ekki vanta við skólavígsluna þar sem flutt voru fjölmörg ávörp og tónlistaratriði sem voru í höndum nemenda.

Að loknum formlegheitunum var fólki boðið upp á veitingar um leið og það gat skoðað nýju húsakynnin.

Fyrri greinMilljónatjón í innbroti
Næsta greinSelfoss og Haukar leika til úrslita