Fjölmenni í 1. maí göngu

Góð mæting var í 1. maí göngu á Selfossi í morgun. Í framhaldinu var hátíðardagskrá við Austurveg 56.

Gengið var frá Tryggvatorgi eftir Austurveginum en hestamenn úr Sleipni og Lúðrasveit Selfoss fóru fyrir göngunni ásamt lögreglu.

Ræðumenn dagsins voru Guðmundur Gunnarsson rafiðnaðarmaður og Guðrún Jónsdóttir frá Félagi eldri borgara á Selfossi.

Lína langsokkur skemmti gestum og hljómsveitin Blár Ópal flutti nokkur lög. Þá voru glæsivagnar frá Bifreiðaklúbbi Selfoss á svæðinu og börnum var boðið upp á andlitsmálningu og stuttan reiðtúr. Stéttarfélögin buðu gestum síðan í hátíðarkaffi.

1mai2012gk_786466334.jpg
sunnlenska.is/Guðmundur Karl