Fjölmenn jólaguðsþjónusta á Litla-Hrauni

Séra Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur þjóðkirkjunnar, var með jólaguðsþjónustu fyrir fanga í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni í gær, aðfangadag.

Haukur A. Gíslason, organisti, lék á píanó og þrír félagar úr Kirkjukór Selfoss leiddu söng, þeir Kristbjörn Guðmundsson, Gunnar Einarsson og Guðmundur Búason.

Stór hópur fanganna á Litla-Hrauni tók þátt í jólaguðsþjónustunni.

Menningar-Staður greinir frá þessu.

Fyrri greinLeikskólagjöld lækka í Skaftárhreppi
Næsta greinÁstandið verst við Litlu kaffistofuna