Fjölheimar vígðir að viðstöddum fjölda fólks

Fjölheimar, nýtt mennta-, fræða- og upplýsingasetur, var formlega opnað í dag í gamla barnaskólanum á Selfossi.

Sveitarfélagið Árborg hefur endurinnréttað meginhluta hússins, sem síðast hýsti grunnskóla, fyrir starfsemi Háskólafélags Suðurlands, Fræðslunets Suðurlands, Markaðsstofu Suðurlands og minjavarðar Suðurlands. Sveitarfélagið afhenti leigutökum umráð húsnæðisins formlega í dag.

Efnt var til nafnasamkeppni vegna vígslu hússins en það var Ingunn Jónsdóttir sem stakk upp á Fjölheimum og fékk hún 50.000 króna verðlaun.

Fjöldi fólks var við vígsluna þar sem flutt voru ávörp og tónlistaratriði.

Fyrri greinÁrnesingar og Skaftfellingar áfram
Næsta greinDramatík í Höfninni