Fjölgun nemenda og frágangur skóla

Nemendum í leikskóla og grunnskóla Grímsnes- og Grafningshrepps fjölgar um ellefu um næstu áramót.

Þetta er talsverð fjölgun í 430 manna sveitarfélagi og skýrist m.a. af því að fjölskyldur eru að flytja í sveitarfélagið, en einnig að þrjú börn falla undir reglur um aldursmörk í leikskólanum, sem tekur á móti börnum við 12 mánaða aldur.

Fjölgunin kemur á sama tíma og ráðist er í að klára Kerhúsaskóla og sameina bæði skólastigin í sama húsnæðið. Er reiknað með því að framkvæmdum bæði innanhúss og utan ljúki í sumarbyrjun.

Búið er fyrir nokkru að sameina yfirstjórn og með flutningnum fæst bæði einföldun í rekstri og betri aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk, að sögn Gunnars Þorgeirssonar oddvita.

Fyrri greinVonast til að ríkið endurgreiði skattinn af skólpinu
Næsta greinTalsverð aukning milli ára