Fjölgun brota veldur lögreglu áhyggjum

Lögreglumönnum á Suðurlandi er mikið áhyggjuefni ör fjölgun umferðarlagabrota í umdæminu. Í síðustu viku voru 154 ökumenn kærðir fyrir umferðarlagabrot.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Þar af voru 143 kærðir fyrir hraðakstur, fimm fyrir ölvunarakstur og þrír fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Umdæmið er víðfemt og umferð hefur aukist í upphafi sumars en lögreglan segir að þrátt fyrir það sé þessi niðurstaða óásættanleg. Lögreglumenn muni ekki draga af sér í því að ná niður ökuhraða og öðrum brotum í umferðinni.

Fyrri greinBjörgunarsveitarbíll ók aftan á sjúkrabíl
Næsta greinSelfoss fékk ÍBV í bikarnum