Fjölgar um tvær íbúðir hjá Bjargi

Heiðarstekkur 1. Tölvumynd/Svava Jóns slf.

Bæjarráð Árborgar hefur lagt til við bæjarstjórn að samþykkja umsókn Bjargs íbúðafélags um aukið stofnframlag vegna tveggja viðbótaríbúða í fjölbýlishúsi Bjargs við Heiðarstekk á Selfossi.

Í hönnunarferlinu fyrir húsin við Heiðarstekk kom í ljós að það var hægt að fjölga íbúðum um tvær, úr 26 í 28. Um er að ræða tvær fimm herbergja íbúðir til viðbótar en stofnframlag Árborgar vegna þeirra yrði um 10,6 milljónir króna.

Um er að ræða tvö fjölbýlishús við Heiðarstekk en fyrsta skóflustungan að þeim var tekin í desember síðastliðnum. Fyrra húsið verður tekið í notkun í sumar en það síðara í haust.

Fyrstu skóflustungurnar að húsunum voru teknar í desember síðastliðnum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinÞór tapaði baráttunni um Suðurstrandarveginn
Næsta greinÁrborg á flugi í fyrsta leik