Fjölgar í FSu

Fjölbrautaskóli Suðurlands tekur inn 237 nýnema úr grunnskóla á komandi haustönn og allt stefnir í að nemendum skólans fjölgi töluvert í vetur.

Greiðsluseðlar vegna skólagjalda voru sendir út til 1.064 nemenda sem er töluvert meira en síðustu annir. Nýnemarnir sem koma úr grunnskóla eru fleiri en síðasta haust og þá voru um 30 atvinnuleitendur teknir inn í samvinnu við Vinnumálastofnun og í sambandi við átakið „Nám er vinnandi vegur“.

Kennsla í dagskóla hefst þann 23. ágúst næstkomandi.