Fjöldi í sóttkví tvöfaldast

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fjöldi einstaklinga í sóttkví á Suðurlandi í dag er nær tvöfalt meiri en síðastliðinn föstudag.

Í dag eru 66 manns í einangrun vegna COVID-19 á Suðurlandi og 116 í sóttkví. Síðastliðinn föstudag voru 60 manns í einangrun og 64 í sóttkví.

Flest smitin eru á Selfossi, þar eru 20 í einangrun og 51 í sóttkví en á föstudag voru 15 í einangrun og 20 í sóttkví á Selfossi. Þetta kemur fram í tölum frá HSU.

Tíu eru í einangrun á Eyrarbakka og ellefu í sóttkví sem er mikil breyting í þorpinu frá því á föstudag þegar þrír voru í einangrun og enginn í sóttkví. Ætla má að þessi tilvik tengist flest hópsýkingunni sem kom upp á dvalarheimilinu Sólvöllum.

Alls voru 50 ný smit kórónuveiru staðfest innanlands í gær að því er fram kemur á covid.is.

Fyrri greinFlest hraðakstursbrotin í V-Skaftafellssýslu
Næsta greinSóttu göngumann inn í Þórsmörk