Fjöldi ferðamanna snýr frá Dyrhólaey

Fjöldi ferðamanna hefur snúið frá á leið sinni út í Dyrhólaey þar sem hluti af Dyrhólaeyjarvegi fer undir vatn þegar Dyrhólaósinn stendur uppi.

Bundið slitlag var lagt á Dyrhólaeyjarveg fyrir tveimur árum og við þá framkvæmd bentu heimamenn veghönnuðum ítrekað á að hækka þyrfti veginn á stuttum kafla, annars færi hann undir vatn þegar Dyrhólaósinn stæði uppi.

Á þetta var ekki hlustað af sérfræðingum Vegagerðarinnar en spá heimamanna hefur nú rækilega sannað sig og samkvæmt heimildum sunnlenska.is hefur fjöldi ferðamanna þurft að snúa frá þegar vegurinn er á floti.

Fyrri greinDanir vilja færa Markarfljót
Næsta greinNýr augnlæknir á HSu