Fjöldahjálparstöðvar opnaðar í Þorlákshöfn og Hellisheiðarvirkjun

Það er gjörsamlega staurblint í Þrengslunum þessa stundina. Ljósmynd: Björgunarsveitin Björg/Ægir Guðjónsson

Rauði krossinn í Árnessýslu hefur opnað fjöldahjálparstöð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn en þangað verða fluttir þeir sem eru í bílum sem eru fastir á Þrengslaveginum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er gert er ráð fyrir að allt að 100 manns séu þar í bílum sínum og eru þeir beðnir að halda kyrru fyrir í bílunum þar til björgunarsveitir nálgast þá.

Fyrr í dag þurfti að flytja farþega í 70 manna rútu sem stöðvaðist í Hveradalabrekkunni í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðarvirkjun.

Þessir bílar eru búnir að vera stopp við Þrengslavegamótin í Svínahrauni frá því klukkan 16 í dag.
Fyrri greinTveir erlendir ferðamenn undir áhrifum
Næsta greinRafmagnslaust víða á Suðurlandi