Fjóla Hrund Björnsdóttir hefur verið ráðin starfsmaður þingflokks Miðflokksins. Fjóla hefur starfað um árabil innan Framsóknarflokksins og var varaþingmaður í Suðurkjördæmi á síðasta kjörtímabili.
Fjóla, sem er þrítug, er með B.A. próf í stjórnmálafræði og er búsett á höfuðborgarsvæðinu. Fjóla hefur starfað um árabil innan Framsóknarflokksins, var varaþingmaður kjörtímabilið 2013-2016 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsókn.
Síðastliðið ár starfaði Fjóla innan ferðaþjónustunnar.