Fjögur smyglmál á Hrauninu

Fangaverðir komu upp um fjórar smygltilraunir á fíkniefnum inn í fangelsið á Litla-Hrauni í síðustu viku.

Efni fundust á fólki sem var að heimsækja fanga og ætlaði að smygla efnunum inn í fangelsið.

Þrjú önnur fíkniefnamál komu inn á borð lögreglunnar á Selfossi í vikunni, að því er fram kemur í dagbók lögreglunna.