Fjögur hálkuslys í síðustu viku

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fimm slys, önnur en umferðarslys, voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku.

Í fjórum þeirra var um að ræða gangandi fólk sem datt í hálku en í einu tilfelli var um að ræða fall af hesti.

Allir þeir slösuðu voru fluttir til aðhlynningar á viðeigandi heilbrigðisstofnun eða sjúkrahús.