Fjörutíu milljónir til hafnarinnar

Sveitarfélagið Ölfus mun fá fjörutíu milljónir króna í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2015 til framkvæmda við höfnina í Þorlákshöfn.

„Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi sem ég þakka fyrst og fremst þingmönnum Suðurkjördæmis og sveitarstjórnarmönnum á Suðurlandi, sem hafa unnið ötullega að málinu með okkur,“ segir Sveinn Steinarsson, forseti bæjarstjórnar í Ölfusi.

„Við ætlum að taka rækilega til innan hafnargarðsins og stækka allt athafnasvæði hafnarinnar þannig að höfnin verði í betur stakk búin við að þjóna öllum skipum landsmanna,“ bætir Sveinn við.

Fyrri greinLímmiðar sem fegra heimilið
Næsta greinSjúkrabíl fylgt um Þrengslin