Fjölmörg verkefni í farvatninu

Samráðsfundur ferðaþjónustunnar í Rangárþingi ytra var haldinn nýverið og var hann vel sóttur. Á fundinum spunnust umræður um verkefni framundan og stefnumótun í ferðaþjónustu á svæðinu.

Þá var rætt um stofnun formlegs samráðshóps ferðaþjónustuaðila í Rangárþingi ytra og ákveðið að hefja slíkt starf með því að stofna til sérstaks hóps um viðfangsefnið á facebook.

Helst voru það málefni sem snúa að samgöngum og upplýsingamiðlun sem rædd voru auk kynningarstarfs.

Fyrir liggur að mörg verkefni tengd ferðaþjónustu liggja fyrir á næstunni, svo sem útgáfa ferðabæklings, uppsetning snjalltækjaforrits um fornminjar og sögustaði á Hellu og þéttbýliskort af Hellu. Þá stendur til að laga aðstöðu við Þjófafoss og hefur fengist styrkur frá framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsvirkjun til uppbyggingar útsýnispalls á svæðinu. Þá er einnig ráðgert að laga göngustíg að Ægisíðufossi.

Fyrri greinGaldrakarlinn í OZ á Sólheimum
Næsta greinSólon sigraði í einstaklingskeppninni