Fjárskortur gæti hamlað hreinsun

Í dag var byrjað á að moka ösku og aur undan brúnni yfir Svaðbælisá á hringveginum undir Eyjafjöllum.

Í aurflóðum vegna eldgossins fylltist farvegur hennar næstum þannig að aðeins voru 40 sm upp að brúargólfinu.

Sex manna vinnuflokkur frá Suðurverki hóf að ryðja upp varnargörðum við Svaðbælisá fyrir hálfum mánuði til að verja nærliggjandi bæi en einnig að dýpka árfarveginn.

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að verktakinn giskar á að til að gera farveginn þokkalegan þurfi að taka um 200 þúsund rúmmetra af efni. Vegna fjárskorts sé hins vegar óvíst hvað hægt verði að gera mikið.

Fyrri greinBúið að nefna hringtorgin
Næsta grein„Risaeðla“ í garði á Selfossi