Fjarskiptafélag Ásahrepps stofnað

Sveitarstjórn Ásahrepps hefur samþykkt samhljóða að stofna félag um lagningu og rekstur ljósleiðara í sveitarfélaginu og beri það heitið „Fjarskiptafélag Ásahrepps“.

Hlutafé verður 500 þúsund krónur og greiðist það úr sveitarsjóði. Eydísi Indriðadóttur, oddvita hefur verið falið að vinna nánar að skjalagerð vegna stofnunar félagsins í samráði við endurskoðanda sveitarfélagsins. Fimm stjórnarmenn munu eiga sæti í félaginu.