Fjársjóður í ferðaþjónustu á Suðurlandi

Ljósmynd/Þórir N. Kjartansson

Þrír opnir fundir eru framundan hjá Markaðsstofu Suðurlands, Samtökum ferðaþjónustunnar og Hæfnisetrinu, þar sem svara á spurningunni um það hvernig hægt sé að auka hæfni starfsfólks í ferðaþjónustu.

Yfirskrift fundarraðarinnar er „Aukin hæfi starfsfólks – fjársjóður í ferðaþjónustu“.

Fyrsti fundurinn fer fram í Þórbergssetri í Suðursveit þann 15. mars. Þann 16. mars er svo komið að Vík þar sem fundurinn mun fara fram í Leikskálum. Loks er komið að Tryggvaskála á Selfossi þann 21. mars.

Fjölmörg erindi verða á fundunum ásamt reynslusögum ferðaþjónustuaðila frá svæðinu.

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig. Skráning, dagskrá og nánari tímasetningar fundanna má finna hér.

Fyrri greinÖruggur sigur Selfyssinga á unglingamóti HSK
Næsta greinFRESTAÐ: „The Nightfly“ á Sviðinu