Fjármagn til embættisins langt undir því sem eðlilegt er

Bæjarstjórn Hveragerðis lýsir yfir þungum áhyggjum af þeim niðurskurði til lögregluembættisins í Árnessýslu sem þegar hefur orðið og þeim sem boðaður var á haustmánuðum.

Sýslumaðurinn á Selfossi, Ólafur Helgi Kjartansson og Þorgrímur Óli Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, mættu á fund bæjarstjórnar síðastliðinn fimmtudag, ræddu um löggæslumál á Suðurlandi og svöruðu spurningum bæjarstjórnarinnar.

Í bókun frá fundinum skorar bæjarstjórnin á stjórnvöld að embættinu verði tryggt fjármagn til að hægt sé að sinna löggæslu og öryggismálum í sýslunni með fullnægjandi hætti. „Rétt er að benda á að fjármagn til embættisins er langt undir því sem eðlilegt er miðað við þann fjölda sem dvelur í sýslunni hverju sinni,“ segir í bókun bæjarstjórnar.

Fyrri greinFramboðslisti Framsóknar í Suðurkjördæmi
Næsta greinMeð alvarleg beinbrot og innvortis áverka