Fjarlægðu 30-40 tonn af grjóti

Nokkrir starfsmenn og landverðir Þjóðgarðsins á Þingvöllum aðstoðuðu ábúendur á Heiðarbæ og leiðsögumenn við að fjarlægja vörður á fyrir ofan Grafningsafleggjarann í vikunni.

Þjóðgarðurinn lagði til skilti og nú hefur verið sett upp létt girðing á svæðinu. Dráttarvélar og ýmis verkfæri voru notuð til að fjarlægja vörðurnar en um 30-40 tonn af grjóti voru flutt á brott.

Vörðurnar voru við vinsælan útsýnisstað þar sem Þingvallavatn blasir við. Þær teygðu sig í allar áttir og þær sem voru lengst frá veginum voru líklega í allt að 400 metra fjarlægð. Á fáum árum hefur þessi iðja, að hlaða vörður, sprungið út í takt við aukinn ferðamannafjölda.

Frá þessu er greint á Facebooksíðu þjóðgarðsins.

Fyrri greinBarros tryggði Selfyssingum jafntefli
Næsta greinSluppu naumlega úr brennandi bústað