Fjárhagsáætlun og framtíð Árborgar

Framsóknarfélag Árborgar heldur í kvöld fund þar sem Helgi S. Haraldsson bæjarfulltrúi fer yfir fjárhagsáætlun Árborgar fyrir árið 2015 sem og þriggja ára áætlun sveitarfélagsins.

Einnig mun Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Suðurkjördæmis fara yfir landsmálin og svara spurningum fundarmanna.

Fundurinn er haldinn í Framsóknarhúsinu að Eyravegi 15 og hefst kl. 20:00.

Allir eru velkomnir.

Fyrri greinÓk í gegnum tré og runna
Næsta greinSandiford í markið hjá Selfyssingum