Fiskur á í fyrsta kasti

Veiðitímabilið í Ölfusá hófst í morgun og fljótlega var fyrsti laxinn, fallegur 11 punda hængur, kominn á land.

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, kastaði fyrstur út í morgun og opnaði þar með veiðisumarið.

Það var hins vegar Bogi Karlsson, úrsmiður, sem landaði fyrsta laxinum í Víkinni. Laxinn var 11 pund og 83 sm. Það tók Boga ekki langan tíma að krækja í þann fyrsta því hann beit á maðkinn í fyrsta kasti. Þetta var eini laxinn sem kom á land í morgun.

Í fyrra kom 371 lax á land úr ánni en árið áður var metveiði, 436 laxar. Í sumar vonast veiðimenn til að 500 laxa múrinn verði rofinn.

Fyrri greinTveggja metra djúpt vatn á veginum
Næsta greinFjórir vilja í Skálholt