Fiskbúð í gámum

Lindarfiskur hefur óskað eftir því við sveitarstjórn Mýrdalshrepps að fá stöðuleyfi fyrir fiskbúð í gámum á lóðinni við Sunnubraut 18 í Vík.

Ætlunin er að tengja saman þrjá 40 feta gáma fyrir þessa starfsemi.

Forsendur stöðuleyfisins eru þær að eingöngu verði settir niður þrír gámar á svæðinu í takmarkaðan tíma og ekki byggt við þá að neinu leyti.

Stöðuleyfið er veitt til eins árs og leggur sveitarstjórn ríka áherslu á góða umgengni á lóðinni.

Fyrri grein50 milljónir í 39 verkefni
Næsta greinJón Sig kvaddur eftir rúm 41 ár á Litla-Hrauni