Fiskar á þurru landi

Ólafur Júlíusson, Helgi Einarsson og Torfi Sigurðsson kaupa fisk á markaði þegar þeir veiða hann ekki sjálfir til vinnslu og sölu í Fiskási, nýju reykhúsi og fiskbúð á Hellu.

Móttökurnar hafa verið mjög góðar, og fólk kemur víða að úr héraðinu til að fá sér í soðið en auk þess selja þeir afurðirnar til hótela og í mötuneytin í skólunum.

Fiskvinnsla á Hellu er ekki eitthvað sem menn sáu endilega fyrir sér en þegar Rangárnar renna þar hjá er ekki nema sjálfsagt að bjóða upp á þessa þjónustu og stefnan er sett á að bjóða hana víðsvegar á Suðurlandi.

„Við náum í fiskinn á árbakkann, setjum strax á ís og vinnum hann svo fyrir veiðimennina,“ segir Helgi.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT